top of page

Hverjir erum við?

Til móts við nýja tíma, en reynslunni ríkari

Sagan - stutta útgáfan

Nærri 30 ára samanlögð reynsla í þjónustu og sölu á umbúðalausnum, rekstrarvörum fyrir bændur og garðvörum fyrir heimili

Eco-Garden byggir á þekkingu starfsmanna sem hafa meðal annars unnið áður hjá Frjó ehf þar sem þau sérhæfðu sig í sölu og ráðgjöf á sviði umbúða og rekstrarvara fyrir matvælaframleiðendur og bændur.

Samanlögð reynsla þeirra sem koma að fyrirtækinu er um 30 ár og hafa því gríðarmikla þekkingu og skilning á þörfum fjölbreyttra viðskiptavina, sem í sífellt meira mæli kjósa umhverfisvænar lausnir.

Image by Markus Spiske

Hvert stefnum við?

Framtíðin er björt - og græn

Framtíðin liggur í vistvænum lausnum. Hún verður að vera það. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið undanfarin ár, bæði hjá almenningi og fyrirtækjum, þar sem sjálfbærni og umhyggja fyrir náttúrunni er lykilatriði. Þetta hefur flýtt fyrir alls kyns þróun á vistvænum lausnum, hvort sem er í umbúðum, áburði eða hreinsiefnum.

Við hjá Eco Garden skynjum vel þessar breytingar og viljum vera fyrsti valkostur þeirra sem kjósa vandaðar vörur sem sameina gæði og virðingu fyrir umhverfinu. Það gerum við með því að vera sífellt vakandi fyrir þörfum markaðarins hér heima og sömuleiðis vöruþróun hjá okkar bestu birgjum.

Capture_edited.png

Guðmundur Karl Eiríksson

Sölustjóri

Sími 848-1468

Reynsla, þekking og kunnátta

Guðmundar sem hann hefur hlotið af garðyrkjustörfum skiptir sköpum hjá Eco garden. Hann hefur starfað við garðyrkju í yfir 13 ár og þekkir því vel til verka.

 

Guðmundur hefur einnig starfað hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og var Sölumaður hjá Sláturfélagi suðurlands.

Guðmundur er fæddur og uppalinn á Flúðum, Hrunamannahreppi og kemur af landbúnaðarætt.

20200923_135803_edited.png

Ólafur E Ólafsson

Markaðsstjóri

Sími 659-8108

Ólafur hefur áratuga reynslu í rekstri og sölu á garðyrkjuvörum

Hann starfaði í mörg ár sem sölustjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá Frjó Umbúðasölunni og síðar sem framkvæmdastjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur.

 

Ólafur er uppalinn undir Eyjafjöllum í Rángárvallasýslu og starfaði þar við hefðbundin landbúnaðarstörf og ræktun á grænmeti.

bottom of page